Lággjaldaflugfélagið Flydubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur í dag áætlunarflug milli Dubai og Tel Aviv í Ísrael. Þetta er liður í áformum um aukin samskipti milli ríkjanna eftir að þau undirrituðu í september samkomulag um að taka upp eðlileg samskipti.