Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Áætlunarflug að hefjast milli Dubai og Tel Aviv

epa08421676 General view of Ben-Gurion International Airport near Tel Aviv, Israel, 14 May 2020. Media reports that Israel will gradually reopen Ben Gurion Airport  under minor restrictions after it was closed for more than a month in order to prevent the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Ben Gurion-flugvöllur við Tel Aviv. Mynd: EPA-EFE - EPA
Lággjaldaflugfélagið Flydubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur í dag áætlunarflug milli Dubai og Tel Aviv í Ísrael. Þetta er liður í áformum um aukin samskipti milli ríkjanna eftir að þau undirrituðu í september samkomulag um að taka upp eðlileg samskipti. 

Flydubai ætlar að fljúga tvisvar sinnum á dag til Tel Aviv og er búist við að ísraelsku flugfélögin El Al og Israir hefji áætlunarflug milli borganna tveggja í næsta mánuði.

Sameinuðu arabísku furstadæmin urðu þriðja ríki araba sem tekur upp eðlilegt stjórnmálasamband við Ísrael, en Egyptar gerðu það árið 1979, en Jórdanía árið 1994. Barein og Súdan hafa nú einnig ákveðið að hefja slík samskipti við Ísrael. 

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV