Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Skráð COVID-19 tilfelli komin yfir 60 milljónir

epa08761952 Medical staff takes care of a Corona patient at the intensive care unit of the University Hospital in Essen, Germany, 21 October 2020. The University Hospital Essen treats several patients in its intensive care unit who are seriously ill with the corona virus. Countries around the world are stepping up measures to stem the reappearance in a second wave of the SARS CoV-2 coronavirus, which causes COVID 19 disease.  EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Yfir 60 milljón kórónuveirutilfelli hafa greinst á heimsvísu samkvæmt samantekt AFP fréttastofunnar.

Ríflega 1,4 milljónir hafa látist af völdum sjúkdómsins samkvæmt tölum sem AFP hefur safnað saman frá yfirvöldum hvers lands og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

Talið er að tölurnar endurspegli aðeins hluta vandans enda tíðkast víða um lönd að skima aðeins þau sem hafa einkenni eða eru alvarlega veik. Langflest dauðsföll eru skráð í Bandaríkjunum eða 260 þúsund, Brasilía er næst á eftir þar sem 170 þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð. 

Á Indlandi hafa tæplega 135 þúsund látist, í Mexíkó 103 þúsund og á Bretlandi hefur faraldurinn lagt tæp 56 þúsund að velli. Víða um heim hefur verið gripið til harðra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19.