Fjórir voru handteknir vegna framleiðslu fíkniefna í fjölbýlishúsi á Akureyri á mánudagskvöld. Lagt var hald á 14 kannabisplöntur ásamt ætluðum fíkniefnum og framleiðslutækjum og tólum.
Málið upplýst
Hin handteknu þrír karlmenn og ein kona, voru flutt á lögreglustöð og vistuð þar, þar til unnt var að yfirheyra þau. Fólkið er allt á fertugsaldri.
Samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni aðstoðaryfirlögregluþjónni hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra telst málið upplýst.