Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ekkert nýtt smit á Norðurlandi eystra

Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Ekkert nýtt smit greindist á Norðurlandi eystra síðasta sólarhring. Virkum smitum í fjórðungnum fer fækkandi - enn eru þó 22 í einangrun og 19 sóttkví.

Enginn er á Sjúkrahúsinu á Akureyri með COVID-19 og sömuleiðis er enginn í farsóttarhúsinu á Akureyri.

Þrátt fyrir þessa þróun hvetur lögreglan á Norðurlandi eystra fólk til að fara varlega þar sem enn er töluvert af smitum.

„Fundur var haldinn í morgun með almannavarnarnefnd og viðbragðsaðilum á okkar svæði og höfum við áður nefnt hvað það er öflugt að þessir aðilar komi reglulega saman og upplýsi hvorn annan,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.