Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Donald Trump náðar Michael Flynn

epa05791846 (FILE) - A file picture dated 01 February 2017 shows National Security Advisor, retired Lieutenant General Michael Flynn, speaking during a news briefing in the James Brady Press Briefing Room of the White House in Washington, DC, USA.
 Mynd: EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að náða Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn hefur viðurkennt að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, við rannsókn á samskiptum sínum við Rússa í aðdraganda forsetakosninga 2016.

 

Réttaráhrif náðunarinnar eru nokkuð óljós því enn er deilt um hvort dómsmálaráðuneyti megi fella saksókn á hendur Flynn niður. Dómari hafnaði því í vor. Því var spáð að Trump myndi nýta síðustu vikurnar í forsetaembætti til að náða nána samstarfsmenn sína.