Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Breyta þarf lögum um sanngirnisbætur

Mynd:  / 
Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sanngirnisbóta sem greiddar hafa verið um 1.200 manns vegna þess hvernig farið var með þá sem börn á heimilum á vegum hins opinbera, telur að endurskoða þurfi lög um sanngirnisbætur og horfa til þess að fólk, sem vistað var á heimilum á borð við Arnarholt, réði í fæstum tilvikum sínum dvalarstað þó að það væri fullorðið. 

Fyrir fimmtíu árum lýstu starfsmenn í Arnarholti á Kjalarnesi illri meðferð sem heimilismenn þar sættu. Þeir hefðu á stundum verið látnir vera lengi í einangrun í litlum klefa, sellu sem svo var kölluð, þeim hefði verið refsað með því að þeir fengu ekki að borða og verið læstir úti í öllum veðrum, svo nokkuð sé nefnt. Vitnaleiðslurnar hafa verið birtar nýlega. Geðhjálp og Landssamtökin þroskahjálp hafa farið fram á að Alþingi láti gera rannsókn á aðbúnaði fatlaðs fólks og fólks með geðrænan vanda síðastliðin áttatíu ár. Arnarholt var opnað 1945 og þá kallað þurfamannahæli. Þar voru þegar leið á öldina menn með ýmiss konar vanheilindi - oftast geðræn. 

 

 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV