Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Bóluefni gegn inflúensu búið á landinu

epa08814067 An undated handout picture made available by the German pharmaceutical company Biontec shows the dosing of BNT162b2, the mRNA-based vaccine candidate against COVID-19, during the clinical test. Pfizer and Biontech SE  announced on 11 November 2020 that they have reached an agreement with the European Commission to supply 200 million doses of their investigational BNT162b2 mRNA-based vaccine candidate against COVID-19 to European Union (EU) Member States, with an option for the European Commission to request an additional 100 million doses.  EPA-EFE/BIONTECH SE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA
Bóluefni gegn árlegri flensu er uppurið á landinu og Fréttablaðið hefur eftir Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að ekki fáist meira bóluefni. Alls hafi um 75 þúsund manns verið bólusettir hér á landi, fleiri en undanfarin ár, og að stærstur hluti bóluefnisins hafi farið til forgangshópa.

Bóluefnið kom óvenjuseint til landsins í ár og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í byrjun október að efnið væri óvenjugott. Það væri misjafnt eftir árum hversu vel bóluefnið virkaði og að bóluefnið í ár væri sérstaklega sterkt. Eftirspurn eftir bólusetningu væri líka meiri en venjulega, enda vildi fólk síst þurfa að hafa áhyggjur af flensu á farsóttartímum.