
Tímarit fór ekki eftir lögum um persónuvernd
Óumbeðið tímarit í pósti og reikningur í heimabanka
Fyrrverandi áskrifanda að Lifandi vísindum var boðin kynning og áskrift að tímaritinu í símtali árið 2019. Hann segist hafa afþakkað það. Maðurinn var í útlöndum þegar það var hringt í hann. Hann segir að sambandið hafi verið slæmt.
Maðurinn fékk tímaritið heim til sín í pósti. Hann fékk líka reikning fyrir því í heimabankann. Hann hafði samband við útgefandann og sagðist ekki hafa áhuga á að borga fyrir tímaritið. Hann spurði líka af hverju það var haft samband við hann. Fyrirtækið sagðist vera að hringja í gamla áskrifendur og bjóða þeim að koma aftur í áskrift.
Kvörtun til Persónuverndar
Maðurinn taldi að útgáfan mætti ekki geyma upplýsingar um hann. Fyrirtækið væri þess vegna að brjóta lög um persónuvernd. Maðurinn leitaði því til Persónuverndar. Hann vildi að Persónuvernd segði hvort útgáfan mætti geyma upplýsingar um áskrifendur í langan tíma. Hann sagði að það væru nokkur ár liðin frá því að hann hætti að vera áskrifandi.
Útgáfan mátti ekki geyma persónulegar upplýsingar
Persónuvernd kvað upp úrskurð í málinu. Þar segir að félög og fyrirtæki geti þurft að geyma ákveðnar upplýsingar. Það reyni stunum á einstaka þætti í viðskiptasambandi eftir að því hefur verið slitið. Það megi hins vegar ekki geyma upplýsingarnar endalaust. Útgáfan hafi ekki sýnt fram á upplýsingum um gamla áskrifendur sé eytt með reglubundnum hætti.
Persónuvernd telur því að útgáfufélagið sem gefur út Lifandi vísindi hafi brotið lög um persónuvernd með því að geyma upplýsingarnar.