
Tilboðsvörur á svörtum föstudegi jafnvel ódýrari áður
BBC greindi frá. Í könnuninni var fylgst með vöruverði á 219 völdum vörum sem auglýstar voru sem tilböðsvörur á svörtum föstudegi í fyrra. Meðal verslana í úttektinni voru Amazon, AO.com, Argos, Currys PC World og John Lewis.
Fylgst var með verðþórun þeirra sex mánuði fyrir svartan föstudag og sex mánuðum eftir.
Niðurstöður sýna að aðeins 1% tilboðsvara voru í raun á lægsta verðinu á sjálfan svarta föstudag sé litið til sex mánaða á undan.
Meirihluti vara höfðu verið á lægra eða sama verði að minnsta kosti einu sinni á tímabilinu, þar af voru 85% varanna á sama verði eða jafnvel lægra á tímabilinu fyrir svartan föstudag.
Svartur föstudagur er dagurinn eftir þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna sem haldinn er hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember. Hann hefur verið sérstakur tilboðsdagur til þess að hefja jólaverslunina þar í landi og hefur í æ ríkara mæli verið auglýstur sem sérstakur tilboðsdagur verslana víða um heim.