Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Tilboðsvörur á svörtum föstudegi jafnvel ódýrari áður

24.11.2020 - 13:32
People wait to pay for televisions as they shop a Black Friday sale at a Best Buy store on Thanksgiving Day, Thursday, Nov. 23, 2017, in Overland Park, Kan. Shoppers are hitting the stores on Thanksgiving as retailers under pressure look for ways to poach
 Mynd: AP
Um 85% breskra tilboðsvara á svörtum föstudegi voru fáanlegar á sama eða lægra verði fyrr á árinu. Þetta kemur fram í könnun bresku neytendasamtakanna Which? sem greint er frá í dag.

BBC greindi frá. Í könnuninni  var fylgst með vöruverði á 219 völdum vörum sem auglýstar voru sem tilböðsvörur á svörtum föstudegi í fyrra. Meðal verslana í úttektinni voru Amazon, AO.com, Argos, Currys PC World og John Lewis.

Fylgst var með verðþórun þeirra sex mánuði fyrir svartan föstudag og sex mánuðum eftir.

Niðurstöður sýna að aðeins 1% tilboðsvara voru í raun á lægsta verðinu á sjálfan svarta föstudag sé litið til sex mánaða á undan. 

Meirihluti vara höfðu verið á lægra eða sama verði að minnsta kosti einu sinni á tímabilinu, þar af voru 85% varanna á sama verði eða jafnvel lægra á tímabilinu fyrir svartan föstudag. 

Svartur föstudagur er dagurinn eftir þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna sem haldinn er hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember. Hann hefur verið sérstakur tilboðsdagur til þess að hefja jólaverslunina þar í landi og hefur í æ ríkara mæli verið auglýstur sem sérstakur tilboðsdagur verslana víða um heim. 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV