Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sextíu prósenta tekjusamdráttur í flugrekstri

24.11.2020 - 14:27
epa08293896 A quiet Terminal 5 at Heathrow Airport in London, Britain, 14 March 2020. The future of British Airways and other airlines is under threat as global travel is significantly down due to the Coronavirus. The International Air Transport Association (IATA) on 13 March said losses of global airliners will likely exceed its earlier estimate of 113 billion US dollars.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tekjur af flugrekstri í heiminum dragast saman um sextíu af hundraði á þessu ári vegna COVID-19 farsóttarinnar, að því er IATA, Alþjóðasamband flugfélaga, greindi frá í dag. Þar segir að heimsfaraldurinn framtíð atvinnugreinarinnar. Árið 2020 eigi að öllum líkindum eftir að verða hið versta frá því að flugsamgöngur hófust.

Flugfélög hafa að sögn IATA dregið úr kostnaði um einn milljarð dollara á dag, kyrrsett flugvélar og sagt upp starfsfólki.  Fordæmalaust tap af rekstrinum aukist með hverjum deginum sem líður.

Yfirmaður IATA sagði í blaðaviðtali í síðustu viku að flugfélög heimsins þyrftu á 70 til 80 milljarða dollara stuðningi að halda á næstu mánuðum til að lifa af rekstrarerfiðleikana sem heimsfaraldurinn veldur fyrirtækjum í ferðaþjónustu.