Fimmhundraðasta kórónuveirutilfellið í Færeyjum var staðfest á laugardaginn var. Það var ferðamaður utan úr heimi sem var skimaður við komuna til eyjanna en hann var sá fimmti sem greindist með COVID-19 þar í nóvembermánuði.
Tvö tilfelli greindust þar í síðustu viku. Afar fáir hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda í Færeyjum og enginn hefur dáið þar af völdum COVID-19. Nú eru þrjú virk smit þar í landi en fimm eru í sóttkví.