Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Náði stjörnuhrapi á mynd með mælaborðsmyndavélinni

23.11.2020 - 14:09
Mynd: Jóhannes Jónsson / Skjáskot
Tökumaður fréttastofu náði stjörnuhrapi á mynd á miðvikudaginn var þegar hann var staddur í Búðardal. „Þetta var mjög tilkomumikið, og mun bjartara en sést á myndskeiðinu,“ sagði Jóhannes Jónsson, en myndskeiðið er tekið á gleiða mælaborðsmyndavél.

Þegar loftsteinar og ísagnir frá halastjörnum brenna upp í lofthjúpnum verða til ljósrákir á himni sem við köllum stjörnuhröp eða loftsteinahröp. Björtustu stjörnuhröpin, þau sem verða bjartari en reikistjörnurnar, eru kölluð vígahnettir. Séu steinarnir nógu stórir geta brot úr þeim fallið alla leið til jarðar og sumir jafnvel myndað gíga, segir á Stjörnufræðivefnum.

Hér má heyra Sævar Helga Bragason, ritstjóra Stjörnufræðivefsins og stjörnufræðikennara,  tala um stjörnuhröp og vígahnetti.