Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Mótmæli halda áfram í Gvatemala

23.11.2020 - 05:48
epa08836757 Demonstrators protest against the government in Guatemala City, Guatemala, 22 November 2020. Hundreds of Guatemalans once again participated in a protest against the government of president Alejandro Giammattei, following a protest the day prior over the approval of the budget for 2021.  EPA-EFE/EDWIN BERCIAN
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Hundruð flykktust í gær út á götur Gvatemalaborgar, höfuðborgar Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala, til að krefjast afsagnar Alejandros Giamattei forseta landsins.

Annan daginn í röð söfnuðust grímuklæddir mótmælendur saman á torgi fyrir framan gömlu ríkisstjórnarhöllina í miðborginni. Í yfirlýsingu sem forsetinn sendi frá sér á sunnudagskvöld sagðist hann álíta að mótmælendurnir sem báru eld að þinghúsinu í borginni á laugardag væru minnihlutahópur sem ætluðu sér að ræna völdum í landinu.

Forsetinn kallaði eftir samtali við ólíka hópa til að hægt væri að greina stöðuna, þannig væri hægt að komast yfir þær áskoranir sem landið stæði frammi fyrir.

Forvígisfólk ríkisrekna háskólans San Carlos hvatti í dag til allsherjarverkfalls í landinu og Codeca samtökin tilkynntu að þau myndu teppa umferð um alla helstu þjóðvegi landsins.

Guillermo Castillo varaforseti sem á föstudag vildi bæði hann og forsetinn segðu af sér fór í gær fram á opinbera glæparannsókn á hver eða hverjir hefðu staðið að baki þinghúsbrunanum. Jafnframt vildi hann að framganga lögreglu við mótmæli yrði rannsökuð.