Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Bóluefni AstraZeneca með 62-90 prósenta virkni

epa08612072 A general view of analytical chemists at AstraZeneca?s headquarters in Sydney, Australia, 19 August 2020. Australian Prime Minister Scott Morrison announced Australians will be among the first in the world to receive a COVID-19 vaccine, if it proves successful, through an agreement between the government and UK-based drug company AstraZeneca.  EPA-EFE/DAN HIMBRECHTS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Bóluefni við kórónuveirunni, sem vísindamenn við Oxfordháskóla hafa unnið að í samvinnu við AstraZeneca lyfjafyrirtækið, gefur að meðaltali sjötíu prósenta virkni gegn veirunni. Bóluefnið er eitt þeirra sem Ísland fær.

Framleiðendur lyfsins greindu í dag frá árangri prófana á 23 þúsund sjálfboðaliðum. Virknin var 62 til 90 prósent eftir stærð skammta, sem gefur 70 prósenta virkni að meðaltali. Fyrirtækið stefnir að því að framleiða þrjá milljarða skammta á næsta ári.

Bresk stjórnvöld hafa pantað hundrað milljón skammta af lyfinu. Vonir standa til þess að fjórar milljónir verði afgreiddar á þessu ári, ef breska lyfjaeftirlitið heimilar notkun þess. Boris Johnson forsætisráðherra fagnaði tíðindunum og kvað árangurinn stórkostlegan. 

Tvær gerðir bóluefna með allt að níutíu og fimm prósenta virkni hafa þegar verið kynnt til sögunnar. Breska lyfið er hins vegar sagt ódýrara í framleiðslu en hin, auðveldara að geyma það og flytja milli staða.

Sótt hefur verið um leyfi fyrir bóluefni fyrirtækjanna Pfizer og BioNTech hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Vonir standa til að leyfið fáist tíunda desember. Moncef Sla­oui, yf­ir­maður bólu­setn­ing­ar­t­eym­is Hvíta húss­ins, vonast til þess að hægt verði að byrja að senda lyfið til heilsugæslustöðva sólarhring síðar. Þjóðverjar áforma einnig að hefja bólusetningar um miðjan næsta mánuð fáist grænt ljós frá eftirlitsstofnun Evrópusambandsins.