Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Vel gekk að koma farþegum finnskrar ferju frá borði

22.11.2020 - 12:48
Finnska farþegaferjan Grace á vegum Viking Line strandaði við Álandseyjar 21. nóvember 2020. Engin hætta var á ferðum en farþegar urðu að dvelja næturlangt um borð.
 Mynd: Niclas Nordlund
Vel gekk að koma farþegum og áhöfn frá borði ferjunnar Viking Grace í morgun. Ferjan strandaði hálfum kílómetra úti fyrir Maríuhöfn á Álandseyjum í gær.

Sjá einnig: Finnsk farþegaferja strandaði við Álandseyjar

Ferjan var í áætlunarsiglingu milli Turku í Finnlandi og Stokkhólms í Svíþjóð í gær þegar hún steytti á skeri. Þrjú og þrjátíu hundruð farþegar voru um borð og níutíu og átta manna áhöfn. Öll vörðu þau nóttinni um borð í ferjunni. Ekki varð vart við að gat hafi komið á skipsskrokkinn og því var ekki talin bráð hætta á ferðum. Hvasst var á þessum slóðum í gær og því var ákveðið að sigla frekar á Grace en á minni ferju sem upphaflega stóð til að nota. 

Farþegunum var komið í land í morgun og skipinu til hafnar. Það var skoðað nánar og fundust ekki skemmdir, að því er finnska ríkisútvarpið greinir frá. 

Ferjan er í eigu finnsku skipaútgerðarinnar Viking Line. Í september strandaði önnur ferja fyrirtækisins við Álandseyjar. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir