Sumarbeit ekki slæm í ungum lerkiskógi

22.11.2020 - 09:17
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd: Magnús Bjarki Sn? - RÚV
Ný rannsókn gefur til kynna að óhætt sé að nýta ungan lerkiskóg til sumarbeitar fyrir sauðfé. Sauðfé sækir ekki í að éta Rússalerki sem er ein mest ræktaða nytjaplanta í skógrækt hér á landi.

Greint er frá niðurstöðum rannsóknanna á heimasíðu Skógræktarinnar. Grein um rannsóknina birtist nýverið í vísindatímaritinu Icelandic Agricultural Sciences.  Fyrsti höfundur hennar er Guðríður Baldvinsdóttir en meðhöfundar Sigþrúður Jónsdóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson.  Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi á áhrifum mismunandi beitarþunga á Rússalerki. 

Skoðuð voru áhrif þrenns konar beitarþunga á ungan (9-14 ára) lerkiskóg í Kelduhverfi þar sem einstök lerkitré voru á bilinu 12 til 301 cm há. Rannsóknin tók tvö ár.  Beitin hafði mælanleg áhrif á botngróður beittu svæðanna bæði árin. Áhrifin jukust með auknum beitarþunga. Þar sem sumarbeit fór fram urðu áhrifin á vöxt og viðgang lerkisins engin og toppsprotar lerkisins urðu ekki fyrir nokkrum skemmdum. 

Greinina má lesa hér