Reykkafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þurftu fóru á ellefta tímanum í gærkvöldi að fara um borð í bát sem liggur við festar við Grandagarð.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu varð vegfarandi var við að reyk legði frá bátnum. Dælubílar og reykkafarar voru sendir á vettvang en ekki reyndist eldur loga um borð heldur lagði mikinn reyk frá ofni.
Reykræsta þurfti bátinn en ekki varð mikið tjón á honum. Hann hefur nú verið afhentur eiganda sínum og er talinn haffær.