Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Skjálfti í Kötlu

22.11.2020 - 14:18
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RUV
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð í austurhluta Kötluöskjunnar klukkan átta mínútur yfir ellefu í morgun.

Engin skjálftavirkni hefur mælst í kjölfarið, né heldur gosórói, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV