Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Mótmælaalda rís í Gvatemala

22.11.2020 - 00:38
epa08835006 A man protests in front of the Guatemalan Congress in flames caused by protesters who protest against the Government of President Alejandro Giammattei in Guatemala City, Guatemala 21 November 2020. Hundreds of protesters took over the Guatemalan Congress this Saturday and set fire to several of its windows, according to Efe. The protesters, mostly hooded, broke the entrance door to the Parliament and also the windows, throwing incendary devices, inside the facilities were no deputies were present.  EPA-EFE/Esteban Biba
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Eldur var borinn að þinghúsinu í Gvatemalaborg, höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala í dag. Hundruð mótmælanda sem krefjast afsagnar Alejandor Giammattei forseta réðust að byggingunni og kveiktu í henni.

Mikil reiði ríkir í landinu vegna nýsamþykktra fjárlaga sem gerir ráð fyrir geysiháum greiðslum til innviðauppbyggingar sem talið er muni renna beint til stórfyrirtækja. 

Sérfræðingar benda jafnframt á að ríkið þarf að fá lán fyrir um þriðjungi þess fjár sem verja á samkvæmt fjárlögunum. Fátækt er landlæg í Gvatemala og talið er að helmingur barna undir fimm ára aldri búi við vannæringu.

Talsmaður Rauða krossins í Gvatemalaborg segir að nokkrir hafi þurft á aðhlynningu að halda vegna reykeitrunar af völdum brunans í þinghúsinu. Fjölmenn og friðsamleg mótmæli fóru fram í miðborginni á sama tíma og þinghúsið brann.

Þar var þjóðfána Gvatemala veifað og sjá mátti skilti þar sem kallað var eftir afsögn Giammatteis, afnámi spillingar í landinu og að þessi kynslóð léti ekki bjóða sér svona framferði.

Guillermo Castillo varaforseti kveðst hafa farið fram á það við Giammmatei forseta að þeir segðu báðir af sér. Forsetinn er 64 ára, læknismenntaður og komst til valda í janúar með loforðum um að berjast gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi.

Þess í stað hefur hann legið undir ámæli fyrir slæleg viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum auk þess sem eftir því hefur verið tekið að þeir varaforsetinn iðulga á öndverðum meiði um hvernig bregðast hefði átt við faraldrinum.