Kvöldfréttir: Góður árangur í faraldrinum hér á landi

22.11.2020 - 18:45
Hér á landi er nú lægsta nýgengi kórónuveirusmita í Evrópu. Yfirlögregluþjónn þakkar það samstöðu almennings og býst við að hægt verði að kynna tilslakanir eftir viku.

Það var bæði nöturlegt og kuldalegt að sjá fólk læst inni í einangrun í Arnarholti, segir fyrrverandi starfsmaður þar. Hún segir að málefni heimilisins brenni enn þann dag í dag á þeim starfsmönnum sem þar unnu.

Leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims komust að samkomulagi um helgina um að standa saman að því að tryggja öllum ríkjum heims bóluefni við COVID-19.

Tvö þúsund ára gamlar líkamsleifar tveggja karlmanna sem fundust í fornu borginni Pompei á Ítalíu á dögunum gefa fornleifafræðingum mikilvægar upplýsingar um líf fólks á þeim tíma. Talið er að mennirnir hafi farist á flótta undan eldgosi. 

Það er skiljanlegt að margir haldi að í sjónvarpsþáttum um bresku konungsfjölskylduna sé sagt satt og rétt frá, segir prófessor í sagnfræði. Það verði þó að gera kröfu til þess að fólk sé skynsamt og kunni að gera greinarmun á skáldskap og sagnfræði.

Þetta og fleira í kvöldfréttum RÚV sem hefjast klukkan 19.

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV