Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á eldflaugaárás

epa08832270 An afghan security forces cordon off a rocket attack site in Kabul, Afghanistan, 21 November 2020. According to media reports at least one person was killed and three others were injured as several rockets landed on the Afghann capital.  EPA-EFE/HEDAYATULLAH AMID
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Amrullah Saleh varaforseti Afganistan heitir því að hendur verði hafðar í hári þeirra sem ábyrgir eru fyrir eldflaugaárás á höfuðborgina Kabúl í gær.

Eldflaugarnar hæfðu þéttbýlt svæði í borginni auk Græna svæðisins svokallaða sem hýsir erlend sendiráð og höfuðstöðvar stórfyrirtækja. Samtökin sem kenna sig við íslamskt ríka hafa lýst sig ábyrg fyrir árásinni sem varð minnst tíu að bana og særði 51.

Nokkrar byggingar urðu fyrir skemmdum þar á meðal sendiráð Írans og læknamiðstöð. Þrátt fyrir yfirlýsingar íslamska ríkisins skella afgönsk yfirvöld skuldinni á Talibana sem sverja af sér alla aðild að árásinni.

Þetta er í þriðja sinn á innan við mánuði sem íslamska ríkið lýsir ábyrgð á árásum á Kabúl. Þeim var beint að skólastofnunum og urðu næstum fimmtíu að bana, nær eingöngu skólanemendum.

Undanfarna sex mánuði hafa Talibanar borið ábyrgð á tugum sjálfsmorðsárása í landinu þrátt fyrir að friðarviðræður hafði staðið yfir við þarlend stjórnvöld frá 12. september síðastliðnum. Alls liggja ríflega tólf hundruð í valnum og 2.500 hafa særst í árásunum að sögn innanríkisráðuneytisins. 

Árásin í gær var gerð nokkrum stundum fyrir fund Mike Pompeo utanríkisráðherra með samningamönnum Talibana og afgönsku ríkisstjórnarinnar í Katar.