Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í miðborginni og víðar var mikið um samkvæmishávaða og ónæði, þjófnaði og ölvun, segir í dagbók lögreglu.
Lögregla þurfti að sinna útköllum vegna líkamsárása, slysa og reyks sem barst frá báti við Grandagarð. Slökkviliði gekk greiðlega að reykræsta bátinn. Í Kórahverfi í Kópavogi hafði lögregla afskipti af fólki sem skaut þar upp flugeldum í óleyfi.