Að sögn Rons Klain starfsmannastjóra Joes Biden greinir hann frá nöfnum þeirra fyrstu sem hann velur í ríkisstjórn sína næstkomandi þriðjudag.
Þetta kom í fram í samtali við Kain á ABC sjónvarpsstöðinni í dag en hann vildi ekki tilgreina hverja um ræddi. Biden sjálfur sagði frá því í síðustu viku að hann hefði þegar ákveðið hver yrði fjármálaráðherra í stjórn hans.
Undanfarna daga hefur Biden undirbúið valdatöku sína 20. janúar næstkomandi á meðan lögfræðingateymi Donalds Trump hefur unnið hörðum höndum að þvi fá niðurstöðum kosninganna hnekkt.