Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fyrstu ráðherrar Bidens nafngreindir í næstu viku

epa08830998 A frame grab from a handout video released by the Office of the President Elect shows US President-Elect Joseph R. Biden addressing the media during a press conference in Wilmington, Delaware, USA, 19 November 2020 (issued 20 November 2020). Georgia state authorities confirmed 19 November US President-elect Joe Biden won the the election in Georgia following a recount. It was the first time the Democrats won a presidential election race in Georgia since 1992 when Bill Clinton was elected.  EPA-EFE/OFFICE OF THE PRESIDENT ELECT/HANDOUT BEST QUALITY AVAILABLE HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - OFFICE OF THE PRESIDENT ELECT
Að sögn Rons Klain starfsmannastjóra Joes Biden greinir hann frá nöfnum þeirra fyrstu sem hann velur í ríkisstjórn sína næstkomandi þriðjudag.

Þetta kom í fram í samtali við Kain á ABC sjónvarpsstöðinni í dag en hann vildi ekki tilgreina hverja um ræddi. Biden sjálfur sagði frá því í síðustu viku að hann hefði þegar ákveðið hver yrði fjármálaráðherra í stjórn hans.

Undanfarna daga hefur Biden undirbúið valdatöku sína 20. janúar næstkomandi á meðan lögfræðingateymi Donalds Trump hefur unnið hörðum höndum að þvi fá niðurstöðum kosninganna hnekkt.