Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Þingmenn Repúblikana virða niðurstöðurnar í Michigan

The White House in Washington is lit in pink in honor of breast cancer awareness month, Friday, Oct. 9, 2015.  (AP Photo/Susan Walsh)
 Mynd: AP
„Við höfum ekki fengið neinar þær upplýsingar sem breyta niðurstöðum forsetakosninganna í Michigan,“ segja tveir þingmenn Repúblikaflokksins á ríkisþingi Michigan.

New York Times greinir frá að þeir Mike Sharkey leiðtogi Repúblikana í öldungadeild ríkisþingsins og Lee Chatfield forseti fulltrúadeildarinnar voru kallaðir á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær.

Eftir fundinn sögðust þeir virða niðurstöðu kosninganna í ríkinu, en að taka yrði ásakanir um kosningasvindl alvarlega og þær skyldu rannsakaðar ítarlega. Ef færðar yrðu sönnur á slíkt tæki dómskerfið við.

Joe Biden hafði sigur í ríkinu sem búist er við að verði tilkynnt formlega á mánudag. Þingmennirnir tveir hétu því að skipta sér ekkert af því ferli.