Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skotmaðurinn í Kenosha laus gegn tryggingu

21.11.2020 - 00:41
Protesters walk through chemical irritants dispersed by federal agents at the Mark O. Hatfield United States Courthouse on Thursday, July 23, 2020, in Portland, Ore. Following a larger Black Lives Matter Rally, several hundred demonstrators faced off against federal officers at the courthouse. (AP Photo/Noah Berger)
 Mynd: Noah Berger - ASSOCIATED PRESS
Kyle Rittenhouse, 17 ára unglingur ákærður fyrir að hafa orðið tveimur að bana í Black Lives Matter mótmælum í sumar, hefur verið látinn laus gegn tryggingu.

Tryggingaféð nemur tveimur milljónum Bandaríkjadala en Lin Wood, einn lögmanna Rittenhouse, þakkar leikaranum Ricky Schroder og framleiðandanum Mike Lindell fyrir þeirra framlag. Það hafi dugað til að mögulegt væri að leggja fram trygginguna.

Rittenhouse er ákærður fyrir að hafa orðið Anthony Huber og Joseph Rosenbaum að bana meðan á miklum mótmælum stóð í Kenosha í Wisconsin-ríki. Þriðji maðurinn særðist alvarlega.