Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbók hennar kemur þó fram að talsvert hafi verið kvartað undan hávaða auk nokkurra minni háttar mála þar sem aðstoðar lögreglu var óskað.
Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um rúðubrot á Laugavegi og er það mál í rannsókn. Um hálftíma síðar aðstoðaði lögregla sjúkralið vegna manns sem hafði lent í slysi utandyra. Hann var fluttur með minniháttar áverka á slysadeild.