Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Óvissa gæti verið uppi um hundruð dóma Landsréttar

epa06677072 An exterior view of the the European Court of Human Rights in Strasbourg, France, 18 April 2018 .  EPA-EFE/PATRICK SEEGER
 Mynd: EPA
Ef yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir dóm réttarins í svokölluðu Landsréttarmáli liggur ekki fyrir hvernig farið verður með þá rúmlega 300 dóma sem dæmdir voru af þeim fjórum dómurum sem málið tekur til.

Fréttablaðið greinir frá því að yfirdeildin muni kveða upp dóm sinn 1. desember næstkomandi. Þar segir einnig að gera megi ráð fyrir að einhverjir freisti þess að leita til Hæstarréttar til að vísa dómunum aftur til Landsréttar vegna óvissu um aðfarar- og fullnustuhæfi dóma.

Málaferli vegna skipunar dómaranna við Landsrétt hófust strax og þeir voru skipaðir en þeir tóku fullan þátt í störfum dómsins frá ársbyrjun 2018 og þar til dómur féll í Mannréttindadómstólnum í mars 2019.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV