Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Óttast að þýska heilbrigðiskerfið bogni undan álagi

21.11.2020 - 21:12
epa08761952 Medical staff takes care of a Corona patient at the intensive care unit of the University Hospital in Essen, Germany, 21 October 2020. The University Hospital Essen treats several patients in its intensive care unit who are seriously ill with the corona virus. Countries around the world are stepping up measures to stem the reappearance in a second wave of the SARS CoV-2 coronavirus, which causes COVID 19 disease.  EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Aldrei hafa jafnmörg kórónuveirusmit greinst í Þýskalandi og í gær þegar 24.000 manns greindust með COVID-19. Þá hafa heldur aldrei jafnmargir verið lagði inn á gjörgæsludeildir og í gær. Stjórnvöld íhuga að herða samkomutakmarkanir.

Fjöldi fólks með COVID-19 á gjörgæsludeildum í Þýskalandi hefur rúmlega þrettánfaldast á tveimur mánuðum; fjölgað úr 267 um miðjan september í 3.615 nú. 

Sjúkrahús gætu fyllst víða um land

Þýskum yfirvöldum tókst að hefta útbreiðslu veirunnar í upphafi faraldursins, enda var heilbrigðiskerfið vel í stakk búið til að taka á móti sjúklingum. Þýsk yfirvöld vöruðu við því í síðustu viku að ef fram héldi sem horfði myndi heilbrigðskerfið ekki ráða við álagið og að fljótt myndu sjúkrahús fyllast víða um landið.

CNN hefur eftir talsmanni þýsku ríkisstjórnarinnar að ekki hafi mikið verið fjallað um fjölda dauðsfalla: „En þau eru mjög mörg. Okkur hefur ekki tekist að ná niður fjöldanum. Okkur hefur svosem tekist að komast yfir fyrsta hjallann og stöðva veldisvísisvöxt, en það fjölgar ennþá mjög hratt,“ segir hann. 

Þá er haft eftir yfirlækni á Ernst von Bergmann sjúkrahúsinu í Potsdam að hann óttist að sjúkrahús þurfi að senda sjúklinga heim og hjúkrunarfræðingur á sama spítala segir að alvarlegum veikindum fjölgi hratt og sjúklingar þurfi gjarnan strax að leggjast inn á gjörgæsludeild. 

Gæti haft víðtæk áhrif í Evrópu

Ástandið í Þýskalandi gæti haft áhrif á heilbrigðiskerfi annarra Evrópuríkja, enda hafa sjúklingar verið sendir til Þýskalands frá nágrannaríkjum. Í umfjöllun CNN segir að á tímabilinu frá 21. mars til 12. apríl hafi 232 COVID-sjúklingar verið fluttir til Þýskalands, 44 frá Ítalíu, 58 frá Hollandi og 130 frá Frakklandi.