Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Meiri nánd við að bjóða fólki heim í stofu á tónleika

Mynd: Eggert Þór Jónsson / RÚV

Meiri nánd við að bjóða fólki heim í stofu á tónleika

21.11.2020 - 19:44

Höfundar

Tónelskir aðdáendur Sinfóníuhljómsveitarinnar fengu í dag litla sendingu frá sellóleikara og píanóleikara sem léku tónlist heima í stofu í miðbænum. Þetta er að mörgu leyti ekki ólíkt því að spila fyrir sal fullum af fólki, segir Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Hún og eiginmaður hennar léku lagið Svanurinn. Sinfóníuhljómsveitin gerir hvað hún getur til að koma tónlistinni á framfæri.

„Við í Sinfóníunni við höfum verið að reyna þrátt fyrir COVID að gera eitthvað sem felur ekki í sér að hafa fólk í salnum og við höfum verið með það sem kallast heimsendingar. Þá er fólk að spila heima hjá sér og þetta höfum við verið að setja á Facebook. Þetta hefur verið mjög skemmtlegt að gera þetta og horfa á hina, þessar heimsendingar,“ segir Bryndís Halla Gylfadóttir.

Er hægt að draga fram hver er munurinn á því að spila hérna tvö saman heima í stofu eða á tónleikum?

„Að mörgu leyti er þetta ekkert ólíkt en svo á einhvern annan hátt er þetta allt öðru vísi,“ segir segir Bryndís Halla. Það geti verið mjög krefjandi að spila í heimahúsum fyrir lítinn hóp áhorfenda.

„Ég hef reyndar ekkert mjög mikla reynslu af því að spila með Bryndísi á tónleikum. Ég fær einstaka sinnum þann  heiður að spila með henni hérna heima,“ segir Þórður Magnússon tónskáld og eiginmaður Bryndísar Höllu.

Hvernig finnst þér þetta?

„Mér finnst þetta bara yndislegt. Mér finnst mjög gaman að spila með fólki,“ segir Þórður.

Nándin er meiri við það að bjóða fólki heim í stofu.

„Ég veit akkúrat. Þetta er það og við Þórður tókum meira að segja aðeins til hérna,“ segir Bryndís Halla og hlær.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Heimsending frá Sinfóníuhljómsveit Íslands: Dúó Edda

Klassísk tónlist

Sellódeild Sinfó spilar óskalag frá Thor Aspelund

Innlent

Sviðslistir bannaðar: Tónleikum og sýningum frestað

Klassísk tónlist

Sinfóníuhljómsveitin flytur óskalag frá gjörgæsludeild