Maðurinn enn ófundinn

21.11.2020 - 13:55
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er enn ófundinn. Fáar vísbendingar hafa komið fram um ferðir hans.

Lýst var eftir tvítugum manni, Ævari Annel Valgarðssyni í gær. Hann er 174 sentímetrar á hæð, grannvaxinn og með dökkt hár. Samkvæmt fregnum Fréttablaðsins varð maðurinn fyrir líkamsárás um seinustu helgi sem tekin var upp og birt á samfélagsmiðlum. 

Elín Αgnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn  sem fer með rannsókn málsins vildi ekki tjá sig um það þegar eftir því var leitað, að öðru leyti en að Ævar væri enn ófundinn og verið væri að skoða málið frá öllum hliðum. Fáar vísbendingar hefðu komið fram. 

Hún vildi ekki segja hvort að talið sé að hann sé í hættu eða að honum hafi verið unnið mein né hvort eða hvenær að skipulögð verði leit að honum. Maðurinn sem réðst að Ævari um seinustu helgi var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann hvetur mannin til þess að gefa sig fram við lögreglu sem þurfi nauðsynlega að ná af honum tali. 

Þeir sem geta gefið upp­­­lýsingar um ferðir Ævars, eða vita hvar hann er niður­­kominn, eru vin­­sam­­legast beðnir um að hafa tafar­­laust sam­band við lög­­regluna í síma 112.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV