Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Guðmundur í góðum gír á Mallorca

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ

Guðmundur í góðum gír á Mallorca

21.11.2020 - 15:47
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék gott golf á þriðja hring Áskorendamótaraðarinnar á Mallorca í dag. Guðmundur lauk leik á 70 höggum, einu undir pari vallarins.

 

Þetta er góður árangur hjá Guðmundi sem ætlar sér stóra hluti á mótinu, með þessum hring færir hann sig upp á skaftið og upp listann sömuleiðis, nánar til tekið upp um tólf sæti frá fyrsta keppnisdegi. Guðmundur byrjaði ekki nægilega vel og lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari, síðan þá hefur hann leikið á fjórum höggum undir pari og er því samtals á þremur höggum undir pari fyrir lokahringinn.

Hann mun því hefja leik á lokahringnum í 18. sæti, sjö höggum á eftir Alexander Knappe frá Þýskalandi sem leiðir. Lokahringurinn fer fram á morgun. Hægt er að fylgjast með stöðu Guðmundar hér.