Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Brighton með sterkan útisigur

epa08834013 Brighton’s head coach Graham Potter greets his player Danny Welbeck (L) after the English Premier League soccer match between Aston Villa and Brighton Hove Albion in Birmingham, Britain, 21 November 2020.  EPA-EFE/Rui Vieira / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL

Brighton með sterkan útisigur

21.11.2020 - 18:35
Bright­on vann 2-1 útisig­ur á Ast­on Villa í drama­tísk­um leik í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag. Þetta var annar leikur dagsins í þessari sterku deild.

Fyrr í dag tók svo Aston Villa á móti Brighton en þar var það Danny Welbeck sem kom gestunum frá Brighton yfir með marki á 12. mínútu eftir stoðsendingu Adams Lallana. 1-0 var staðan í hálfleik en eftir aðeins mínútu leik í seinni hálfleik hafði Ezri Konsa jafnað metin fyrir Villa í 1-1.

Þar með færðist líf í leikinn og á 56. mínútu sendi svo Pascal Gross hjá Brighton á Solomon March sem skoraði og tryggði Brighton mikilvægan 2-1 sigur.