Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Biden fær Twitter-aðgang forsetaembættisins

epa08806796 President-elect Joe Biden speaks during a celebratory event held outside of the Chase Center in Wilmington, Delaware, USA, 07 November 2020. Major news organizations have called the US presidential election 2020 for democrat Joe Biden, defeating incumbent US President Donald J. Trump.  EPA-EFE/ANDREW HARNIK / POOL
Joe Biden fagnar eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninganna. Mynd: EPA-EFE - AP POOL
Joe Biden fær forsetaaðganginn á samfélagsmiðlinum Twitter 20. janúar, sama hvort Donald Trump verður þá búinn að játa sig sigraðan eða ekki. Þetta sagði Talsmaður Twitter í svari við fyrirspurn vefsins Politico. Embætti Bandaríkjaforseta er með aðganginn POTUS á Twitter, sem er skammstöfun fyrir forseta Bandaríkjanna.

Talsmaður Twitter sagði að staðið yrði að yfirfærslu Twitter með sama hætti og þegar Donald Trump varð forseti árið 2017. Þá allir Twitter aðgangar forsetaembættisins skjalfestir og færðir þjóðskjalasafni Bandaríkjanna. Aðgangarnir voru núllstilltir og afhentir nýjum forseta, forsetafrú, varaforseta og öðrum. Því birtast tíst Trumps og samverkafólks hans ekki á þessum Twitter-aðgöngum eftir valdaskiptin.

Forsetaaðgangurinn á Twitter er með 32 milljónir fylgjenda. Aðgangur Trumps sjálfs er hins vegar með 88 milljón fylgjendur.