Spegillinn stendur við GRECO pistil

20.11.2020 - 17:51
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist/RÚV
Vegna greinar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag þar sem hún segir að fréttamaður Spegilsins hafi afflutt í pistli sínum á mánudag efni í skýrslu GRECO samtakanna um íslenska stjórnsýslu, vill Spegillinn taka fram að hann stendur við efni pistilsins.

Orð ráðherra um að fréttamaður hafi ekki greint rétt frá eru tilhæfulaus. Spegillinn hafnar því algerlega að í pistlinum hafi verið lýst yfir pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir. Ráðherra hefur ekki sent fréttastofu RÚV formlega athugasemd vegna pistilsins.