Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rannsaka læk páfa við mynd af fáklæddri konu

20.11.2020 - 10:32
epa08826902 A handout picture provided by the Vatican Media shows Pope Francis during the General Audience, Vatican City, 18 November 2020.  EPA-EFE/VATICAN MEDIA HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - ANSA / VATICAN MEDIA
Rannsókn er hafin á því hvers vegna opinber Instagram-síða páfans setti hjarta við mynd af fáklæddri brasilískri fyrirsætu. Á myndinni sést ber afturendi fyrirsætunnar Nataliu Garibotto og við myndina er skrifað: „Ég get kennt ykkur eitt og annað. Get ekki beðið eftir að sýna ykkur myndirnar sem teknar voru af mér í október.“ Ekki er ljóst hvenær síða páfa lækaði myndina.

Atvikið vakti athygli fjölmiðla á föstudaginn í síðustu viku og eftir að fregnir birtust um málið hvarf lækið af myndinni. Og núna hafa yfirvöld í Páfagarði hafði rannsókn á því hvernig þetta gat gerst á síðu páfans, að því er kemur fram á vef Breska ríkisútvarpsins, BBC.

Talsmaður Páfagarðs segir í samtalið við breska blaðið Guardian að útilokað sé að hjartað við færsluna hafi komið frá yfirvöldum kaþólsku kirkjunnar. Skýringa hafi verið krafist frá Instagram. Nokkrir starfsmenn munu hafa aðgang að reikningi páfans.

Opinber Instagram-síða páfa er undir nafninu franciscus og er með 7,4 milljónir fylgjenda um allan heim.