Pönk í niðurgröfnum kjallara í borg óttans

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV núll - Undirtónar

Pönk í niðurgröfnum kjallara í borg óttans

20.11.2020 - 12:10
Pönksveitin GRÓA treður hér upp í sérstakri tónleikaupptöku Undirtóna. Flutningurinn var tekinn upp í tónleikarýminu R6013 við Ingólfsstræti en það er minnsti tónleikastaður landsins og heimili jaðarrokksenunnar á Íslandi.

Sjáðu tónleikana hér eða í spilaranum í sjónvarpinu þínu. 

Sveitin hefur troðið upp fimm sinnum á R6013 en ein þeirra fyrstu skref sem hljómsveit voru meðal annars tekin á gólfinu þar. Í þætti Undirtóna í gær lýsti sveitin því hvernig nándin á tónleikastaðnum, hitinn og svitinn, sem þar myndast væri þeim sérstaklega styrkjandi. R6013 væri því einn uppáhalds staður þeirra til að troða upp á. 

Næstu föstudaga birtir RÚV núll tónleikaupptökur undir heitinu Undirtónar. Tónleikarnir eru hluti af þáttaröð um íslensku rokksenuna en sú tónlist blómstrar þessi misserin. Tónleikar GRÓU eru þeir fjórðu í röðinni. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Kynntust á leikvellinum en leika nú á allt öðrum velli

Menningarefni

Graðhestarokk til að lina þjáningar

Tónlist

Aldrei pælt í yfirvofandi kjarnorkustríði

Tónlist

Ískaldar kveðjur frá Kælunni