Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Lygi eins manns setti heilt fylki í útgöngubann

20.11.2020 - 14:30
epa08828597 A notice hangs on the window of a business on the first day of a COVID-19 lockdown in Adelaide, South Australia, Australia, 19 November 2020. South Australia will go into lockdown for six days, with a range of restrictions to provide help in controlling an outbreak of COVID-19 in Adelaide.  EPA-EFE/DAVID MARIUZ AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Steven Marshall forsætisráðherra í Suður-Ástralíu fylki segist miklu meira en öskureiður yfir hegðun manns sem laug að smitrakningarteymi í borginni Adelaide. Lygin varð til þess að allir í fylkinu þurftu að sæta útgöngubanni.

Í fyrradag tók gildi sex daga strangt útgöngubann í Suður-Ástralíu. Það var sett á með stuttum fyrirvara því heilbrigðisyfirvöld máttu engan tíma missa. Í dag var útgöngubannið dregið til baka eftir að upp komst um lygi eins manns. „Ég er miklu meira en öskureiður yfir hegðun þessa einstaklings“, sagði Steven Marshall á blaðamannafundi í dag. Eiginhagsmunasemi þessa manns hafi sett alla í fylkinu í erfiða stöðu.

epa08828512 South Australian Premier Steven Marshall speaks to the media at the State Administration centre in Adelaide, Australia, 19 November 2020. South Australia will go into lockdown for six days, with a range of restrictions to provide help in controling an outbreak of COVID-19 in Adelaide.  EPA-EFE/DAVID MARIUZ AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Steven Marshall er öskureiður.

Málið atvikaðist þannig að upp kom hópsmit tengt pítsastað. Einn sem smitaðist sagðist hafa skroppið aðeins inn á staðinn, keypt pítsu og tekið hana með heim til sín. Heilbrigðisyfirvöld fóru því strax að vinna út frá því að þarna væri bráðsmitandi afbrigði af veirunni á ferð og fjölmargir viðskiptavinir veitingastaðarins hafi þannig orðið útsettir fyrir smiti. Síðar kom á daginn að maðurinn hafði starfað á veitingastaðnum en ekki aðeins keypt pítsu.