Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Lara Trump stefnir á öldungadeild Bandaríkjaþings

epa08824340 The US flag is seen waving in the wind as the trees lose their leaves in the fall season in Washington, DC, USA, on 16 November 2020.  EPA-EFE/Ken Cedeno / POOL
 Mynd: EPA-EFE - UPI POOL
Lara, tengdadóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur í hyggju að gefa kost á sér í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings 2022.

New York Times og Politico greina frá þessu en Lara sem er 38 ára er gift Eric, næst elsta syni forsetans. Þau eru búsett í Norður-Karólínu en Richard Burr öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins hefur lýst yfir að hann hyggist ekki gefa kost á sér aftur.

Repúblikanar hafa löngum átt góðu gengi að fagna í Norður-Karólínu og veittu Trump brautargengi í forsetakosningunum. Þó var mjórra á munum en 2016 og því telja stjórnmálaskýrendur að Norður-Karólína stefni í að verða svokallað sveifluríki.

Margir sækjast eftir að taka við af Burr, þeirra á meðal Mark Meadows starfsmannastjóri Bandaríkjaforseta og Pat McRory fyrrverandi ríkisstjóri Norður-Karólínu. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir