Myd ásamt Mac DeMarco - Moving Men
Franski pródúserinn Myd sem er á jötu hjá Ed Banger Records fékk sorgmædda indístónerinn Mac DeMarco til þess að syngja fyrir sig í sínu nýjasta lagi Moving Men. Lagið og teiknimyndamyndbandið passar DeMarco fullkomlega enda grípandi flautað indípopp um bólufreðna og þybbna flutningamenn.