Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Boeing 737 MAX fær ekki flugleyfi í Kína

20.11.2020 - 06:08
Erlent · 737 Max · Bandaríkin · Boeing · Flugmál · flugslys · Flugöryggi · Kína
epa07432416 An American Airlines Boeing 737-800 departs from Ronald Reagan-National Airport in Arlington, Virginia, USA, 12 March 2019. The Boeing 737 Max 8 aircraft has come under scrutiny after similar deadly crashes in Ethiopia and Indonesia. Several countries and airlines have grounded 737 Max 8 planes.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kínversk flugmálayfirvöld eru ekki tilbúin að heimila farþegaflug með Boeing 737 MAX þotum. Loftferðaeftirlit Bandaríkjanna heimilaði notkun flugvélanna að nýju fyrr í vikunni, tuttugu mánuðum eftir að þær voru kyrrsettar eftir tvö flugslys.

Kínverjar segjast enn bíða niðurstaðna úr rannsóknum á slysunum auk þess sem tryggt þurfi að vera að lagfæringar á öryggiskerfi þeirra standist alla skoðun.

Ákvörðunin er áfall fyrir Boeing en Kínverjar tilkynntu þegar í október á síðasta ári að enginn afsláttur væri gefinn þegar kæmi að öryggi flugfarþega. Ekki verður heimilt að taka MAX þoturnar í notkun að nýju fyrr en eftirlitsstofnanir annarra landa samþykkja notkun þeirra.