Þá hafi fimmtán skólar og 30 leikskólar innleitt Barnasáttmálann í skólastarfið. Í því felist meðal annars að lögð sé könnunin fyrir börnin og þau spurð hvort þau upplifi sig örugg á skólalóðinni. „Mjög mörg börn upplifa t.d. salernin sem óöruggan stað. Þeim finnst slæmt að upplifa að einhver geti kíkt undir hurðina,“ segir Birna.
Þá þurfi að spyrja börn út í snjómokstur og almenningssamgöngur. „Erum við að spyrja börn hvort þjónustan sem við erum að veita nú þegar sé að þjónusta þau á sínum leiðum?,“ spyr Birna.