Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Barnasáttmálinn hefur áhrif á snjómokstur og samgöngur

Mynd: Birgir Þór Harðarson / RÚV
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að stjórnvöld hafði gert mikið til að bæta réttindi íslenskra barna. Alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmálans er í dag. Birna segir unnið sé að því með fjölmörgum sveitarfélögum að innleiða Barnasáttmálann í starfsemi þeirra, eins og skóla- og íþróttastarf, snjómokstur og almenningssamgöngur.

Þá hafi fimmtán skólar og 30 leikskólar innleitt Barnasáttmálann í skólastarfið. Í því felist meðal annars að lögð sé könnunin fyrir börnin og þau spurð hvort þau upplifi sig örugg á skólalóðinni. „Mjög mörg börn upplifa t.d. salernin sem óöruggan stað. Þeim finnst slæmt að upplifa að einhver geti kíkt undir hurðina,“ segir Birna.

Þá þurfi að spyrja börn út í snjómokstur og almenningssamgöngur. „Erum við að spyrja börn hvort þjónustan sem við erum að veita nú þegar sé að þjónusta þau á sínum leiðum?,“ spyr Birna.