Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Vilja þjóðarátak í landgræðslu

19.11.2020 - 17:07
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, og fimm aðrir þingmenn Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna, hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að fela umhverfisráðherra að hefja þjóðarátak í landgræðslu.

Flutningsmenn vilja að ráðherra komi á samstarfi stjórnvalda, bænda, Landgræðslunnar, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu. Samstarfsvettvangi þessum verði komið á fyrir ágúst á næsta ári.

Markmið tillögunnar segja flutningsmenn að sé að auka kolefnisbindingu, koma í veg fyrir jarðvegsrof og græða upp örfoka land.