Bertel Thorvaldsen fæddist í Kaupmannahöfn árið 1770. Móðir hans var dönsk en faðir hans var Gottskálk Þorvaldsson prestssonur úr Skagafirði. Bertel skapaði mörg hundruð listaverk, þar á meðal skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík og styttu af Adonis sem stendur í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg. Verk hans má finna víðar, meðal annars í Kaupmannahöfn og Péturskirkjunni í Róm.