Hættu bara að lesa og kíktu á þáttinn hér.
Hljómsveitin GRÓA er skipuð þremur átján og nítján ára stelpum úr Vesturbænum; systrunum Hrafnhildi og Karólínu Einarsdætrum ásamt æskuvinkonu þeirra Fríðu Björg Pétursdóttur. Hljómsveitin er hluti af listasamlaginu post-dreifingu og hafa vakið rækilega athygli í neðanjarðartónlistarsenunni undanfarin þrjú ár.
Í þessum þætti Undirtóna fá áhorfendur að kynnast hljómsveitinni betur og heyra af tilurð sveitarinnar ásamt því að skyggnast inn á minnsta tónleikastað landsins, R6013, sem staðsettur er í kjallara við Ingólfsstræti - en staðurinn hefur verið heimili ákveðinnar jaðartónlistarsenu um nokkra hríð.
Á morgun, föstudag, verða tónleikar GRÓU í heild sinni aðgengilegir í spilara RÚV.