Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Gætu samþykkt bóluefni fyrir árslok

19.11.2020 - 21:30
epa08823906 European Commission president Ursula von der Leyen gives a press conference at the European headquarters in Brussels, Belgium, 16 November 2020. According to reports, von der Leyen announced a new agreement on securing over 400 millions doses of coronavirus vaccine made by CureVac.  EPA-EFE/KENZO TRIBOUILLARD / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir það mögulegt að tvö bóluefni við kórónuveirunni verði samþykkt innan ESB í árslok.

Þetta kom fram í máli hennar að loknum leiðtogafundi sambandsins í kvöld. Annars vegar er um að ræða bóluefni frá Pfizer og BioNTech, og hins vegar frá bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækinu Moderna. Prófanir á bóluefnunum benda til að þau veiti um 95% vörn gegn veirunni.

Von der Leyen sagði að ef ekkert óvænt kæmi upp á á síðustu stigum bóluefnaþróunar fyrirtækjanna gæti lyfjastofnun Evrópusambandsins jafnvel veitt þeim markaðsleyfi seinni hluta desembermánaðar.