Ákvörðunin stendur og Valur fær dæmdan sigur

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Ákvörðunin stendur og Valur fær dæmdan sigur

19.11.2020 - 12:36
Breiðablik kærði ákvörðun KKÍ að snúa við úrslitum í leik liðsins gegn Val í upphafi Íslandsmótsins efstu deild kvenna í körfubolta í haust. Aga- og úrskurðanefnd hefur nú staðfest niðurstöðu KKÍ.

Breiðablik vann óvæntan sigur 71-67 á deildarmeisturum Vals
í úrvalsdeild kvenna í haust. Breiðablik notaði leikmann, Fanneyju Lind Thomas, sem var í leikbanni þegar síðasta tímabil var blásið af og var því ólögleg í leiknum. Vegna þess snéri KKÍ við úrslitum leiksins og sektaði Breiðablik um 250 þúsund krónur.

Breiðablik kærði þessa ákvörðun KKÍ til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins en nefndin hefur nú staðfest að ákvörðun KKÍ standi og ekki sé hægt að hreyfa við sektinni. Hægt er að nálgast úrskurðinn á vef KKÍ.