Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Varhugaverðir tímar er hermönnum fækkar

epa04227696 US NATO soldiers visit a market of Kandahar, Afghanistan, 27 May 2014. President Barack Obama said on 26 May he hoped the Afghan government will soon sign a long-delayed bilateral security agreement that will allow the US to maintain a troop presence in the country. The remarks came during a surprise visit to American troops in Afghanistan. The trip - Obama's fourth to Afghanistan - was months in the planning but kept under wraps because, as Obama said, Afghanistan is still a "very dangerous place."  EPA/MUHAMMAD SADIQ
Bandarískir hermenn í Afganistan. Mynd: EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að fjöldi bandarískra hermanna í Írak og Afganistan snúi aftur heim. Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Christopher C. Miller, segir að fram undan sé vandasamt verkefni sem framkvæmt verði af kostgæfni.

Þann 15. janúar næstkomandi verða ekki fleiri en 2500 bandarískir hermenn á afganskri grundu en þeir eru nú um 13 þúsund. Alls eru um 5200 hermenn í Írak en ekki er ljóst hver fjöldi þeirra verður eftir að meginþorri þeirra snýr heim. Margir vestanhafs, meðal annars nokkrir félagar forsetans úr flokki repúblikana, hafa lýst áhyggjum af þessum fyrirætlunum hans.

epa08818272 Acting Secretary of Defense Christopher Miller waits to welcome Lithuanian Minister of Defense Raimundas Karoblis as he arrives at the Pentagon in Arlington, Virginia, USA, 13 November 2020. Secretary Miller was appointed by Trump on 09 November after he fired Secretary of Defense Mark T. Esper.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA
Christopher C. Miller starfandi varnarmálaráðherra.

Miller segir að fækkun hermanna sé krefjandi verkefni en nauðsynlegt, til að binda enda á langa veru Bandaríkjamanna í löndunum tveimur. Búið verði svo um hnútana að öryggi hermanna sé tryggt sem og sá árangur sem unnist hefur á báðum vígstöðvum. Geri vígamenn árásir á hermenn er þeir halda aftur til síns heima verður slíku svarað af fullri hörku segir ráðherrann starfandi. Bandaríkin réðust inn í Afganistan árið 2001 og Írak tveimur árum síðar.

Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Trump fyrir að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan og Írak eru öldungardeildaþingmaðurinn Ben Sasse. Hann segir þessa ákvörðun Trump hljóma vel en staðreyndin sé sú að enn verði bandarískir hermenn í báðum löndum. Hann efast um að fjöldi þeirra verði nægur til að ráða við verkefnið sem þeir hafa fyrir höndum, að koma í veg fyrir að hryðjuverkahópar á borð við al-Qaida og samtök sem kenna sig við íslamskt ríki auki umsvif sín. Hið síðarnefnda hefur sótt í sig veðrið í Afganistan að undanförnu og tekist á við bæði hermenn yfirvalda og sveitir talibana.

Chuck Hagel, fyrrverandi varnarmálaráðherra í stjórnartíð Barack Obama, segir fækkun hermanna gefa talibönum skýrt merki um að bandarísk stjórnvöld séu að gefast upp á Afganistan sem styrki mjög stöðu þeirra við samningaborðið í friðarviðræðum við afgönsk yfirvöld. Fækkun hermanna leiði til þess að hin veikburða stjórn í Kabúl standi enn hallari fæti.