
Rannsaka hvort Díana hafi verið ginnt í viðtal
Viðtalið vakti gríðarlega athygli þegar það var sýnt og um 23 milljónir manna víða um heim horfðu á það. Þar talaði prinsessan á afar opinskáan hátt um hjónaband sitt við Karl Bretaprins og líðan sína. Setningin „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi,“ sem Díana lét falla í viðtalinu eru ein frægustu ummæli hennar, en þar átti hún við samband Karls við Camillu Parker-Bowles, sem nú er eiginkona hans.
Í viðtalinu sagði Díana einnig, en þau Karl voru þá skilin, að hún yrði aldrei drotting Bretlands. „En ég myndi vilja verða drottning í hjörtum fólks,“ sagði hún.
Í frétt BBC er haft eftir Spencer jarli að ef það hefði ekki verið fyrir þessi gögn, þá hefði hann ekki lagt það til við systur sína að hún færi í viðtalið. Hann sakar BBC um að taka þetta ekki alvarlega og segir breska ríkisútvarpið skulda honum, almenningi og minningu Díönu afsökunarbeiðni. Nú hefur BBC fengið Dyson lávarð, hæstaréttardómara á eftirlaunum, til að leiða rannsókn á málinu.
Vilhjálmur prins, sonur Díönu og Karls, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að hann fagni rannsókninni.