Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Lést af völdum COVID-19 á Landspítala

Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Einn sjúklingur lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum síðasta sólarhring. Þetta kemur fram á vef spítalans. Alls hafa nú 26 látist í farsóttinni, þar af 16 í þriðju bylgju faraldursins en flest þeirra má rekja til hópsýkingarinnar á Landakoti.

Alls eru nú 55 á sjúkrahúsi með COVID-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV