Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Ísraelskar herþotur gerðu árás í Sýrlandi

18.11.2020 - 02:54
epa07991080 An Israeli F-35 fighter jet takes off during the joint Air Forces drill 'Blue Flag' at the Ovda Air Force Base in the Negev Desert, southern Israel, 11 November 2019 (issued 12 November 2019). Soldiers from the United States, Germany, Italy and Greece, along with Israel, are taking part in the biennial drill that aims to improve cooperation between the countries air forces  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Ísraelsk orrustuþota. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ísraelski herinn gerði loftárásir á írönsk og sýrlensk skotmörk innan landamæra Sýrlands í nótt. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins segir að ástæða árásanna hafi verið að sprengiefni fannst meðfram landamærunum að Ísrael.

Þar kemur einnig fram að álitið hafi verið að sýrlensk herdeild undir íranskri stjórn hafi komið sprengjunum fyrir. 

„Þess vegna gerðu herþotur ísraleska hersins árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk sem eru undir stjórn Írana og Sýrlandshers,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur að sprengjur hæfðu mannvirki af ýmsu tagi auk eldflaugaskotpalla. Þrír sýrlenskir hermenn eru sagðir hafa fallið í árásunum.

Allt frá því að borgarastyrjöldin braust út í Sýrlandi árið 2011 Ísrealsmenn beint spjótum sínum að stjórnarhernum þar í landi auk sveita íranskra og líbanskra Hezbollah-liða sem berjast við hlið hans. Ísraelski herinn hefur gert hundruð loft- og eldflaugaárása á landið á þessum níu árum.